Chelsea er að fá inn enn einn sóknarmanninn eins og var greint frá fyrr í sumar, mann að nafni Nicolas Jackson.
Jackson er 22 ára gamall en hann kostar Chelsea 35 milljónir evra og kemur frá Villarreal.
Hann skoraði 12 mörk í 26 leikjum fyrir Villarreal á síðustu leiktíð en Chelsea er á sama tíma að losa leikmenn.
Mateo Kovacic er á förum til Manchester City, Kai Havertz mun ganga í raðir Arsenal og þá er Mason Mount einnig að kveðja.
Fabrizio Romano, blaðamaðurinn virti, hefur staðfest það að allt sé nú klárt og að Jackson gangi í raðir Chelsea.
Hann væri annar leikmaðurinn sem kemur til Chelsea í sumar á eftir Christopher Nkunku.