Kvennalið Newcastle United verður það fyrsta í sögunni til að spila í þriðju deild Englands sem atvinnumannalið.
Frá þessu er greint í dag en kvennalið Newcastle tryggði sér sæti í þriðju efstu deild á síðustu leiktíð.
Félagið var þá að borga leikmönnum sínum takmörkuð laun en eftir að nýir eigendur komu inn á síðasta ári hafa hlutirnir breyst.
Eigendur Newcastle eru moldríkir og koma frá Sádí Arabíu og stefna nú á að gera kvennalið Newcastle að einu af því besta í Evrópu.
Stefnan er á að vera í Meistaradeildinni fyrir tímabilið 2027/2028 en það mun taka sitt til að eignast sæti í Ofurdeild kvenna á Englandi, sérstaklega á þessum tíma.
Ekkert lið í þriðju deild Englands kvenna megin hefur áður verið skráð sem atvinnumannalið og er búist við að miklar styrkingar eigi sér stað í sumar.