ÍBV 0 – 3 Valur
0-1 Adam Ægir Pálsson (‘9)
0-2 Aron Jóhannsson (’55)
0-3 Kristinn Freyr Sigurðsson (’57)
Valur er nú aðeins tveimur stigum frá toppsæti Bestu deildar karla eftir leik við ÍBV á útivelli í dag.
Um var að ræða fyrsta leik dagsins en tveir leikir eru framundan og er sá næsti viðureign KR og KA.
Valur vann sannfærandi 3-0 útisigur í Eyjum og er með 29 stig eftir fyrstu 13 umferðirnar.
Aðeins Víkingur Reykjavík hefur gert betur og er með 31 stig eftir 12 leiki. Víkingar spila við Stjörnuna síðar í kvöld.