Marc Kosicke, umboðsmaður Jurgen Klopp, hefur tjáð sig um það hvort Klopp sé að taka við þýska landsliðinu.
Klopp hefur verið sterklega orðaður við Þýskaland undanfarnar vikur en starf Hansi Flick ku vera í hættu.
Þýskaland tapaði 2-0 gegn Kólumbíu í æfingaleik á þriðjudag og er talið að Flick sé að segja sitt síðast sem landsliðsþjálfari síns lands.
Samkvæmt Kosicke er Klopp ekki að kveðja Liverpool í bili og bendir á að hann sé samningsbundinn til ársins 2026.
Það eru gleðifréttir fyrir Liverpool ef Klopp er ekki á förum en hann hefur gert frábæra hluti þar undanfarin átta ár.
,,Jurgen er með langan samning við Liverpool og Þýskaland er nú þegar með landsliðsþjálfara. Það er ekki eitthvað sem við hugsum um,“ sagði Kosicke.