Eins og margir hafa tekið eftir þá er miðjumaðurinn Sandro Tonali að ganga í raðir Newcastle frá AC Milan.
Tonali er 23 ára gamall en hann var á sínum tíma talinn einn allra efnilegasti leikmaður Ítalíu.
Talið er að Tonali muni kosta 65 milljónir punda í sumarglugganum en Newcastle hefur elt hann í dágóðan tíma.
Samkvæmt ítölskum miðlum þá hágrét Tonali eftir að honum var tjáð að hann væri á leið til Newcastle.
Það var ekki ákvörðun leikmannsins að samþykkja tilboð Newcastle en Milan þarf á þessum peningum að halda.
Hann vildi klára feril sinn hjá uppeldisfélaginu, Milan, en það var ekki í boði eftir nýjasta tilboð enska félagsins.