Allt varð svo sannarlega vitlaust á götum Sao Paulo á dögunum er Santos spilaði við Corinthians í brasilíska boltanum.
Um er að ræða grannaslag á milli þessara liða en leikurinn var stöðvaður eftir að flugeldum var kastað inn á völlinn.
Það var meira að gera eftir leik hjá lögreglunni í Sao Paulo sem þurftu til að mynda að elta eigin lögreglubíl sem var stolið af knattspyrnuaðdáanda.
Staðan var 2-0 fyrir Corinthians þegar leikurinn var flautaður af en leikmenn þurftu að flýja völlinn á 88. mínútu.
Myndband náðist af atvikinu er einn aðili ákvað að reyna að keyra lögreglubílinn burt en hvað gerðist í framhaldinu er óljóst.