Georgina Rodriguez, kærasta Cristiano Ronaldo, kveikti svo sannarlega í netverjum fyrir helgi.
Rodriguez er með fjölmarga fylgjendur á Instagram síðu sinni en hún er fyrrum fyrirsæta og á í dag börn með Ronaldo sem er einn besti fótboltamaður sögunnar.
Nýjustu myndirnar af Rodriguez hafa gert allt vitlaust á netinu en hún er þar ásamt kærasta sínum á snekkju á Ítalíu.
Rodriguez er 29 ára gömul en var nýlega á Íslandi er Ronaldo spilaði með portúgalska landsliðinu gegn því íslenska.
,,Hvernig áttu fimm börn?“ skrifar einn aðdándi og bætir annar við: ,,Þið eruð bæði draumur karlmanna sem og kvenmanna.“
Myndirnar umtöluðu má sjá hér.
*