Alan Shearer er nafn sem flestir knattspyrnuaðdáendur kannast við en hann er markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Shearer lék lengst með Newcastle í efstu deild en á einnig að baki leiki fyrir Blackburn og Southampton.
Dætur Shearer, Hollie og Chloe, eru mjög vinsælar á samskiptamiðlum fyrir allt annað en knattspyrnu.
Konurnar tvær hafa vakið mikla athygli fyrir fegurð sína sem og bróðir þeirra, Will.
Hollie er vinsælust barnanna á Instagram en hún nálgast nú 100 þúsund fylgjendur sem er ansi há tala.