fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Stefán Þór um fimm daga föstu sína – „Sé spurt af hverju er stutta svarið að sanna fyrir sjálfum mér að ég geti þetta“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 24. júní 2023 17:30

Saltvatn í hádegismat. Mynd/Stefán Þór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þetta er skrifað er ég að ljúka við 5 daga föstu. Ég fékk mér arabískan mat á föstudagskvöldi og hann var virkilega góður. Síðan innbyrði ég ekki eina einustu kaloríu fram á miðvikudagskvöld næstu viku. Ég leyfði mér vatn, eðlilega, ásamt kaffi og söltum. 

Stefán Þór Þorgeirsson hefur reglulega verið með áhugaverða pistla um lífið í Japan, en hann býr í Tókýó, en er aðeins á öðrum nótum núna. 

Nú vaknar einföld spurning: Af hverju? 

Stutta svarið er: Til að sanna fyrir sjálfum mér að ég geti þetta. 

Lengra svarið er: Því ég var búinn að lofa því að þegar ég væri kominn með 20 áskrifendur á Patreon þá mundi ég fasta í 5 daga – og ég stóð við loforðið. 

Fastan langa – byrjun_endir. Mynd/Stefán Þór

Nú skal vandað til verka

Ég ætla ekki að fara of djúpt í fræðin á bakvið föstur enda er ég enginn sérfræðingur í slíku. Ég vil hins vegar deila reynslu minni og vonandi fá fólk til að kíkja á þáttinn sjálfan um föstuna löngu. 

Ég hef verið að fasta í mörg ár. Oftast í 14-16 klst á sólarhring og stundum í 24 tíma. Síðan hef ég einu sinni fastað í 48 tíma en það var mjög erfið lífsreynsla enda fór ég ekki rétt að. Þar ofreyndi ég mig í hjólreiðum og lyftingum og kláraði algjörlega orkuforðan.

Í þetta skiptið ætlaði ég að vanda til verka.

Dagur 1

Ekkert mál. Mér leið vel og ég var orkumikill allan daginn enda hef ég tekið sólarhringsföstur margoft áður. Auðvitað er erfitt að fá sér heitt saltvatn í kvöldmat en það venst. Ég hafði búist við því að það yrði erfitt að sofna á fastandi maga en svo var ekki – ég svaf eins og ungabarn í 8 tíma.

Göngutúr í hitanum. Mynd/Stefán Þór

Dagur 2

Smá mál. Ég var orkulaus um morguninn og gat lítið sem ekkert unnið. Ég fór í 5km göngutúr sem hressti mig við, svo mikið raunar að ég endaði á 90 mínútna glímuæfingu. Orkan kom sem sagt aftur og mér leið vel um kvöldið þó ég væri þreyttur í líkamanum. 

Dagur 3

Skrýtið mál. Mér leið vel um morguninn en síðan um miðjan dag fór ég í göngutúr og þá leið mér eins og uppvakningi. Ég dró fæturnar um götur Tokyo og horfði á eldra fólk hringa mig fram og til baka. Um kvöldið fór ég í heitt bað og leið betur eftir það en horfði síðan á konuna mína borða djúpsteikt svínakjöt og það var vægast sagt erfitt. 

Dagur 4

Svarthvítt mál. Ég var alveg ómögulegur um morguninn og hafði orku í lítið annað en að glápa á Netflix. Síðan fékk ég mér saltvatn og hélt út í 5km göngutúr, nú í 28 gráðum og sól. Þá fór eitthvað að gerast – ég komst í flæðiástand og fann fyrir jafnri og góðri orku. Ég var kominn í ketosis. 

Glímuæfing eftir 120 tíma föstu. Mynd/Stefán Þór

Dagur 5

Ekkert mál. Í þessum skrifuðu orðum er ég búinn að fasta í 117 klukkutíma og á því litla 3 tíma eftir. Ég hlakka til matarins en er ekki háður honum, ekki eins og er allavega. Ég drita niður á lyklaborðið í miklum fókus og finn ekki fyrir hungri, og það eftir að hafa gengið 3km og farið í ræktina. Ég var reyndar ekki að setja nein persónuleg met í ræktinni en tók þó góða æfingu. 

Það er merkilegt hversu vel mér líður eftir 5 daga föstu. En ísskápurinn er fullur og tilbúinn að fæða mig á ný.

Fimm daga fastan er tekin saman í 30 mínútna myndbandsþætti sem er aðgengilegur á Patreon síðu hlaðvarpsins Heimsendir. Þar kafa ég dýpra í þyngd og fituprósentu fyrir og eftir föstuna, lærdóm, uppgötvanir og áskoranir. 

Ég tek það fram að fimm daga fasta er alls ekki fyrir alla og fólk ætti að ráðfæra sig við lækni áður en það heldur í álíka ferðalag. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar