Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson ræddi leiki íslenska karlalandsliðsins á dögunum í samtali við Íþróttavikuna hér á 433.is.
Ísland mættir Slóvakíu og Portúgal en tapaði báðum leikjum. Frammistöðurnar voru þó nokkuð góðar, en um fyrstu leiki undir stjórn Age Hareide var að ræða.
Willum Þór Willumsson kom frábærlega inn í liðið í leikjunum en hann var ekki í náðinni hjá Arnari Þór Viðarssyni.
„Það er lögreglumál. Hann var langbesti maðurinn yfir þessa tvo leiki. Við erum 300 þúsund manna þjóð og höfum ekki efni á að hafa svona menn utan hóps,“ segir harðorður Kristján um það.
Umræðan um landsliðið í heild er í spilaranum.