Íþróttavikan kemur út á 433.is og í Sjónvarpi Símans alla föstudaga. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti og í þetta skiptið mætti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir til þeirra félaga.
Jose Mourinho stjóri Roma var dæmdur í fjöggurra leikja bann fyrir hegðun í garð Anthony Taylor, dómara í úrslitaleik Evrópudeildarinnar fyrr í vor.
Portúgalinn beið eftir Taylor í bílakjallara Puskas leikvangsins, þar sem úrslitaleikurinn á milli Roma og Sevilla fór fram.
„Hann átti þetta 100 prósent skilið. Þetta var kjánalegt og ömurlegt,“ segir Hrafnkell um bannið.
Þorgerður tekur til máls. „Hann er frábær karakter en frábærir karakterar geta gert neikvæða hluti. Einhvern tímann þarf hann að setja smá stoppara því hann er líka fyrirmynd.
En hann mun ekki halda kjafti þessi gaur. Þetta valdeflir hann bara.“
Umræðan í heild er í spilaranum.