Sara Arfaoui eiginkona Ilkay Gundogan er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Barcelona, miðlar á Spáni segja að Sara hafi bannað eiginmanni sínum að fara til Arsenal.
Gundogan tók ákvörðun um að fara frá Manchester City en Arsenal reyndi að krækja í þýska landsliðsmanninn.
Sara hefur hins vegar fengið nóg af veðrinu á Englandi og vildi halda til Spánar þar sem sólin skín betur og meira en í Englandi. Er Sara sögð stærsta ástæða þess að Gundogan hafnaði City og Arsenal til að fara til Spánar.
„Þetta er okkar nýja drottning,“ skrifar einn stuðningsmaður Barcelona en Sara og Gundogan giftu sig á síðasta ári.
„Dömur mínar og herrar, við eigum okkur nýtt uppáhalds,“ skrifar annar.
Fleiri taka í sama streng og Sara hefur slegið í gegn í Barcelona þrátt fyrir að hjónin séu ekki flutt í borgina.
Gundogan hefur náð samkomulagi við Barcelona um tveggja ára samning sem gengið verður frá á næstu dögum.