Athugið, vandræði eru á streyminu sem OZ og ÍTF afhenda okkur. Við biðjumst velvirðingar á þeim truflunum sem það kann að valda.
Leikur Leiknis og Aftureldingar í Lengjudeild karla er í beinni útsendingu hér á 433.is í kvöld.
Afturelding hefur farið á kostum það sem af er tímabili og er á toppi deildarinnar.
Magnús Már Einarsson þjálfari AFtureldingar lék um tíma með Leikni.
Leiknir, sem féll úr Bestu deildinni í fyrra, hefur hins vegar verið í vandræðum og er í fallsæti eftir sex leiki.
Leikurinn hefst klukkan 18 og er hann, sem fyrr segir, í beinni hér á 433.is.