Thomas Partey hefur gengið frá samkomulagi við Juventus um kaup og kjör og vill halda til Ítalíu frekar en að setjast að í Sádí Arabíu.
Arsenal er tilbúið að selja Partey sem hefur fengið góð tilboð frá Sádí Arabíu en hugnast þau ekki.
Umboðsmenn Partey hafa fundað með Juventus og náð samkomulagi um launin.
Arsenal er að reyna að kaupa Declan Rice frá West Ham en fær mikla samkeppni frá Manchester City sem er að leggja fram tilboð.
Juventus bíður eftir svari frá Adrien Rabiot sem skoðar það að fara frá Juventus og þá gæti félagið reynt að keyra á það að kaupa Partey.