Sádi-Arabar hafa verið áberandi á félagaskiptamarkaðnum í sumar og reyna að sækja hverja stórstjörnuna á fætur annarri.
Odion Ighalo, fyrrum leikmaður Manchester United, er á mála hjá Al Hilal í sádi-arabísku deildinni. Hann sýndi frá flugvélinni sem liðið ferðast í útileiki sína í nýlega.
Al Hilal er stórhuga fyrir næstu leiktíð og eru þeir Kalidou Koulibaly og Ruben Neves til að mynda á leið til félagsins.
Þá fá þeir að ferðast um í 220 milljón dollara flugvél liðsins sem Ighalo sýndi frá.
Hér að neðan má sjá myndband af þessu.
Odion Ighalo shows how luxurious the plane Al Hilal uses when they are going to have an away game 🤯🇸🇦 pic.twitter.com/5lILl4y6oG
— Photos of Football (@photosofootball) June 23, 2023