Arsenal er að berjast við það að reyna að klára kaupin á Kai Havertz frá Chelsea og Declan Rice frá West Ham.
Havertz er nánast klappaður og klár en erfiðara gæti reynst að fá Rice.
Manchester City er komið í slaginn um Rice og gætu Englandsmeistararnir haft betur.
Þessir tveir leikmenn eru sagðir efstir á blaði Mikel Arteta sem telur þá geta hjálpað til við að koma liðinu í efsta sætið til enda tímabils.
Svona gæti Arsenal liðið litið út á næstu leiktíð.