Faruk Hadzibegic hefur verið rekinn úr stöðu landsliðsþjálfara Bosníu-Hersegóvínu.
Hadzibegic var við stjórnvölinn hjá Bosníu í 3-0 sigri gegn Íslandi í undankeppni EM 2024 í vor. Má segja að sá leikur hafi orðið til þess að Arnar Þór Viðarsson var rekinn úr stöðu landsliðsþjálfara Íslands.
Eftir sigurinn á Íslandi hefur Bosnía hins vegar tapað þremur leikjum í röð. Þar á bæ eru menn komnir með nóg og hefur Hadzibegic verið rekinn úr starfi.
Bosnía, eins og Ísland, er 7 stigum á eftir Slóvakíu sem situr í öðru sæti undanriðilsins. Efstu tvö liðin fara beint á EM og vermir Portúgal toppsætið.