Það er búist við því að Manchester City muni bjóða í Declan Rice, leikmann West Ham á allra næstunni. Kappinn vill hins vegar frekar fara til Arsenal.
Rice hefur mikið verið í umræðunni en hann er á förum frá West Ham.
Arsenal, Manchester United og City hafa öll áhuga. Tveimur tilboðum fyrstnefnda félagsins hefur þegar verið hafnað. Það seinna hljóðaði upp á 75 milljónir punda með möguleika á 15 milljónum punda síðar.
West Ham vill hins vegar tilboð að andvirði yfir 100 milljóna punda.
Það er útlit fyrir að Arsenal og City muni berjast um leikmanninn.
Rice sjálfur vill frekar vera áfram í London og fara því til Arsenal.
Fari svo að City komi með tilboð á borð West Ham sem Arsenal er ekki til í að jafna er ákvörðunin úr höndum Rice.