fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Allir í kafbátnum taldir látnir

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 22. júní 2023 20:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamannafundi Bandarísku strandgæslunnar vegna leitar að kafbátnum Titan sem saknað hafði verið eftir skoðunarferð að flaki Titanic í Norður-Atlantshafi er nú lokið.

Í fréttum BBC kemur fram að rannsókn á braki sem fannst við leitina hafi leitt í ljós að það sé úr Titan sem hafi fallið saman í iðrum hafsins. Talið er nánast öruggt að allir 5 mennirnir sem voru um borð séu látnir.

Sjá einnig: Nýjustu vendingar í leitinni að kafbátnum – Brak fannst

Talið er að slysið hafi átt sér stað um 500 metra frá flaki Titanic. Strandgæslan gat ekki staðfest að hún gæti fundið lík farþega og áhafnar Titan þar sem um afar erfitt umhverfi, á miklu dýpi, væri að ræða.

Hljóð sem heyrðist fyrr í vikunni, á leitarsvæðinu, og var talið mögulega stafa frá farþegum og áhöfn Titan sem væru að reyna að gera vart við sig með því að lemja í skrokk bátsins er nú ekki talið tengjast bátnum á nokkurn hátt.

Áfram verður haldið að rannsaka svæðið þar sem brakið fannst en formlegri leit að Titan verður hætt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann