fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Eftir 40 ára bið afhendir Vatíkanið sönnunargögn

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 22. júní 2023 18:30

Emanuela Orlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag tilkynnti Vatíkanið að það myndi afhenda sönnunargögn sem varða hvarf 15 ára stúlku, Emanuela Orlandi, árið 1983, en í dag eru nákvæmlega 40 ár frá hvarfinu. Hún bjó þá ásamt foreldrum sínum og systkinum innan veggja Vatíkansins en faðir hennar var starfsmaður þar.

Emanuela hafði haldið út fyrir Vatíkanið, þann 22. júní 1983, til að fara í tíma í tónlistarskóla í Róm þar sem hún var nemandi en sneri aldrei aftur heim.

Í frétt CNN kemur fram að Vatíkanið hafi verið gagnrýnt alla tíð fyrir það hvernig hvarf stúlkunnar var meðhöndlað en það hafi tilkynnt í janúar síðastliðnum að ný rannsókn hefði verið hafin á málinu. Einn háværasti gagnrýnandinn hefur verið eldri bróðir stúlkunnar sem hefur oft sakað Vatíkanið um að leyna upplýsingum um hvarf systur hans.

Hefur bróðirinn, Pietro Orlandi, boðað til mótmæla næsta sunnudag á meðan páfi flytur sína hefðbundnu predikun.

Í tilkynningu frá Vatíkaninu segir að sönnunargögnum og vitnisburðum hafi verið safnað. Rætt hafi verið m.a. við aðila sem hafi gegnt tilteknum embættum innan veggja þess og stýrt ákveðnum skrifstofum á þeim tíma sem Emanuela hvarf.

Segir í tilkynningunni að ákveðnar vísbendingar hafi fundist við rannsóknina og öllum skjölum sem varða málið verði komið til saksóknaraembættisins í Róm. Óljóst er um hvort ný eða eldri skjöl er að ræða.

Fram kemur í frétt CNN að þetta sé í fyrsta sinn sem að Vatíkanið tilkynni opinberlega að það hyggist afhenda ítölskum yfirvöldum skjöl af einhverju tagi.

Rannsókn Vatíkansins virðist lokið en í tilkynningunni segir að störfum sem varða hana verði eitthvað haldið áfram.

Áhugi á málinu hefur farið vaxandi síðan að þáttaröð um það var frumsýnd á Netflix efnisveitunni á síðasta ári. Þar var atburðarásin rakin og kafað ofan í helstu kenningar um hvað varð um Emanuela Orlandi. Ein sú lífseigasta er að stúlkan hafi orðið fórnarlamb í átökum Vatíkansins og ítölsku mafíunnar um peninga. Önnur er að einhver innan Vatíkansins hafi gert henni mein til að hylma yfir kynferðisbrot í hennar garð.

Grafið hefur verið eftir jarðneskum leifum Emanuela Orlandi á nokkrum stöðum en án árangurs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið