fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Endalaus vandræðagangur í fjármálaráðuneytinu með afhendingu gagna

Eyjan
Fimmtudaginn 22. júní 2023 15:27

Ráðuneyti Bjarna Ben virðist hafa tröllatrú á Steinari Þór Guðgeirssyni þrátt fyrir harða gagnrýni á störf hans í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvol.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn og aftur virðist fjármálaráðuneytið ófært um að finna til gögn og afhenda. Sérstaklega virðist vandræðagangurinn mikill þegar umbeðin gögn tengjast Lindarhvoli með einhverjum hætti

Eyjan óskaði 2. júní síðastliðinn eftir því að fá afhentar tímaskýrslur vegna reikninga sem Íslög, lögmannsstofa Steinars Þórs Guðgeirssonar, hefur sent Lindarhvoli og fjármálaráðuneytinu vegna lögfræðiþjónustu.

Svar barst frá Esther Finnbogadóttur, starfsmanni fjármálaráðuneytisins og eina stjórnarmanni Lindarhvols, viku síðar, 9. júní, þar sem móttaka beiðni var staðfest og upplýst að gera mætti ráð fyrir að erindið yrði afgreitt innan tveggja vikna sem nú eru senn liðnar.

Forsaga málsins er sú að 14. apríl sl. óskaði Eyjan (Hringbraut) eftir því að fá afhenta alla reikninga fyrir lögfræðiþjónustu sem Lindarhvoll ehf. hefði móttekið og greitt frá 1. janúar 2018 fram til þess dags. Sérstaklega var óskað eftir að engar upplýsingar á reikningunum yrðu afmáðar.

Einnig var óskað eftir yfirliti yfir lögfræðikostnað Lindarhvols og ráðuneytisins sem fallið hefur til vegna dómsmáls Frigusar sem nú bíður meðferðar í Landsrétti.

Staðfesting móttöku barst í tölvupósti 19. apríl og upplýst að svars mætti vænta í kringum næstu mánaðamót (apríl/maí).

Esther Finnbogadóttir sendi tölvupóst miðvikudaginn 3. maí sl. og upplýsti að því miður hefði ekki verið unnt að ljúka afgreiðslu á erindinu en svars væri að vænta í „næstu viku“.

Næsti póstur barst föstudaginn 12. maí. Hann var svohljóðandi: „Vegna anna við önnur brýn verkefni og orlofs, hefur ekki verið unnt að ljúka afgreiðslu á erindi þínu. Gera má ráð fyrir að svar berist fyrir lok þessa mánaðar.“

Sjá líka: Miklar annir og mannekla í fjármálaráðuneytinu

Svar barst loks 31. maí, mánuði eftir að það átti upphaflega að berast. Á reikningana sem afhentir voru vantaði „hluta af upplýsingum er varða lýsingu á vinnu Íslaga á einhverjum reikninganna með vísan til 3. tölul. 10. gr. laganna, en bent er á að umræddir reikningar innihalda kostnað félagsins vegna dómsmálsins.“ Ráðuneytið afmáði sem sagt upplýsingar á reikningunum þrátt fyrir sérstaka beiðni um að slíkt yrði ekki gert og vísar til þess að réttlæting slíks byggi á því að um „efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins“ sé að ræða, en 3. tölul. 210. gr. upplýsingalaga vísar til þess. Vekur það athygli vegna þess að þessir reikningar eru vegna opinbers dómsmáls.

Í framhaldi af þessum pósti sendi Eyjan tölvupóst með beiðni um tímaskýrslur vegna þessara reikninga, 2. júní, eins og fram kemur í upphafi fréttarinnar. Fjármálaráðuneytið hefur ítrekað fullyrt að engar tímaskýrslur sé að finna vegna lögfræðivinnu Steinars Þórs Guðgeirssonar í tengslum við Lindarhvol. Þessar fullyrðingar fá ekki staðist. Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi í málefnum Lindarhvols, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í vor að hann hefði fengið reikninga og tímaskýrslur fyrir árin 2016 og 2017. Þessi gögn hefðu verið árituð af einum stjórnarmanni Lindarhvols.

Vert er að geta þess að til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál er kæra frá Eyjunni vegna synjunar fjármálaráðuneytisins um að afhenda greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um starfsemi Lindarhvols. Sú beiðni var send eftir að Umboðsmaður Alþingis benti fjármálaráðuneytinu ítrekað á að staðhæfingar þess á heimasíðu sinni um að því væri óheimilt að afhenda greinargerðina stæðust ekki, væru andstæðar lögum.

Sjá einnig: Fjármálaráðuneytið greiddi Steinari Þór fyrir 10.000 klukkustunda vinnu án þess að fá tímaskýrslur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”