Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að karlmaður um fertugt hafi fyrr í dag verið, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. júlí á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á fimmtugsaldri í Hafnarfirði um síðustu helgi.
Er maðurinn grunaður um að hafa orðið manni að fimmtugsaldri að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði aðfaranótt 17. júní síðastliðins.
Segir í tilkynningunni að rannsókn málsins miði vel, en ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.