Manchester United er á barmi þess að ganga frá kaupum á Mason Mount, ensk blöð segja United og Chelsea nálgast samkomulag.
Chelsea ætlaði fyrst um sinn að fá 80 milljónir punda en United byrjaði á að bjóða 40 milljónir punda.
Félögin virðast ætla að hittast á miðri leið og segir Mirror að kaupverðið verði nálægt 60 milljónum punda.
Mount er 24 ára gamall enskur landsliðsmaður en viðræður við Chelsea um nýjan samning hafa lengi staðið yfir.
Mount var hins vegar ekki sáttur með tilboðin frá Chelsea og hafnaði þeim ítrekað. Hann á bara ár eftir af samningum.
Mount verður líklega fyrsti leikmaðurinn sem United fær í sumar.