Lionel Messi hefur ráðlagt Kylian Mbappe að afþakka öll tilboð frá Real Madrid og ganga í raðir Barcelona af sá kostur er í boði.
Messi ákvað að fara frá PSG en gat ekki farið til Barcelona og kaus að fara til Inter Miami.
Mbappe er mögulega á förum frá PSG í sumar en hann ætlar sér hið minnsta að fara frítt næsta sumar þegar samningur hans er á enda.
Messi yfirgaf æfingasvæði PSG á dögunum og þegar hann var að kveðja Mbappe sagði hann. „Ég vil sjá þig fara til Barcelona, en ef þú ferð til Madrid þá áttu það skilið. Þú átt skilið verkefni þar sem hugarfar sigurvegarans er,“ sagði Messi við Mbappe.
Mbappe hefur látið PSG vita af áformum sínum að framlengja ekki samning sinn en hann er mikið orðaður við Real Madrid.