Hinn fertugi, Pepe Reina, hefur skrifað undir nýjan samning hjá Villarreal og verður hjá félaginu fram á næsta sumar.
Þrátt fyrir að vera orðinn eldri en flestir leikmenn í boltanum er Reina enn í fullu fjöri.
Ferill Reina hefur verið frábær en árið 2000 var hann í herbúðum Barcelona og lék þar.
Hann átti svo farsælan feril með Liverpool, Bayern, AC Milan og fleiri liðum.
Reina kom til Villarreal fyrir ári síðan og spilaði 22 deildarleiki á síðustu leiktíð.
Pepe Reina signs new short term deal at Villarreal. New agreement valid until June 2024. 🟡🤝🏻 #Villarreal pic.twitter.com/blajZtJSde
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 22, 2023