Marc Kosicke umboðsmaður Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, útilokar það að þýski stjórinn fari að hætta með Liverpool til að taka við þýska landsliðinu.
Stærstu fjölmiðlar Þýskalands vilja að Hansi Flick verði rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Þýskalands.
Matthias Bruegelmann ristjóri íþrótta hjá Bild í Þýskalandi hefur beðið þýska knattspyrnusambandið um að reka Hansi Flick úr starfi. Á sama tíma grátbiður Bruegelmann hinn öfluga Jurgen Klopp um að hætta hjá Liverpool til að taka við.
Umboðsmaður Klopp segir þetta ekki vera á döfinni. „Jurgen er með langtíma samning með Liverpool og þýska landsliðið er með þjálfara,“ segir Kosicke.
Vonbrigðin á HM í Katar og lélegt gengi í undanförnum leikjum hefur orðið til þess að margir vilja Flick burt.
Jürgen Klopp’s agent Marc Kosicke has denied links with German national team job: “Jürgen has a long-term contract with Liverpool and the DFB has a coach” 🔴 #FCBayern
“This is not a topic for us at all”, told @cfbayern. pic.twitter.com/pymlfQTi8u
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 22, 2023