Guðlaugur Victor Pálsson er í allt öðrum launaflokki en aðrir Íslendingar Í MlS deildinni í Bandaríkjunum. Laun leikmanna þar í landi eru opinber og birt á hverri leiktíð.
Guðlaugur er með í fastar tekjur 875 þúsund dollara eða 118 milljónir króna á ári en hann er einn af stjörnuleikmönnum DC United. Félagið þarf því ekki að greiða honum samkvæmt stöðlum deildarinnar.
Guðlaugur er búinn að vera í rúmt ár hjá DC og er lykilmaður í liði Wayne Rooney.
Þorleifur Úlfarsson sem skoraði tvö mörk fyrir Houston Dyanmy nær ekki 10 prósentum af launum Guðlaugs og er með 11,5 milljón í föst laun hjá félaginu. Skoraði hann tvö mörk fyrir liðið í dag.
Dagur Dan Þórhalson var seldur frá Breiðablik til Orlando City á þessu ári og þénar þar um 22 milljónir króna á ári. Róbert Orri Þorkelsson sem leikur með Montreal í Kanada þénar tveimur milljónum meira.
Lorenso Insigne leikmaður Toronto er launahæsti leikmaður deildarinnar í dag með milljarð í árslaun en það breytist á næstu dögum þegar Lionel Messi mætir í Inter Miami og mun þéna tæpa 7 milljarða á ári.
Laun Íslendinga
Guðlaugur Victor Pálsson DC United $875,000.00
Dagur Dan Þórhalsson Orlando City SC $160,000.00
Róbert Orri Þorkelsson Montreal D $175,000.00
Þorleifur Úlfarsson Houston Dynamo $85,444.00