Cristiano Ronaldo kom sá og sigraði þegar Portúgal vann Ísland í Laugardalnum í fyrradag. Ronaldo skoraði sigurmarkið undir lok leiksins í sínum 200 landsleik.
Hann var ekki lengi að koma sér í sumarfrí og er nú á snekkju með fjölskyldu sinni.
Gríðarleg eftivænting var fyrir komu hins 38 ára gamla Ronaldo til landsins í þessum sögulega leik.
Hinn magnaði Cristiano Ronaldo skoraði eina markið í blálokin – og það í sínum 200. landsleik.
„Að vinna leiki svona, með baráttu og sigurmarki á 89. mínútu, er enn sætara,“ sagði Ronaldo eftir leik.
Kvöldsólin gerði Ronaldo þá erfitt fyrir.
„Það eru bara þrír dagar frá leiknum gegn Bosníu. Svo er alltaf þreyta eftir ferðalag. Eins og þið sjáið þá er líka enn bjart, jafnvel þó þú sért með bundið fyrir augun þá er alltaf ljós.