„Við erum mjög skotnir í hvor öðrum og hamingjusamir, nokkuð sem er magnað að fá að upplifa í fyrsta sinn á gamalsaldri,“ segir söngvarinn í samtali við Vísi.
Páll Óskar gaf nýverið út lagið Galið gott með Doctor Victor, en lagið er tileinkað kærastanum.
„Ég er sennilega hamingjusamasti hommi sem þú hittir í dag. Ég held þú heyrir alveg á þessu lagi hvað ég er hamingjusamur. Ég er að gera þetta lag fyrir hann. Það er svo magnað hvað lífið heldur áfram að koma manni á óvart þegar ég hélt að ég væri búinn að prófa allt,“ segir hann og bætir við að hann hafi alltaf langað í kærasta og hafi aldrei gefist upp.
„Ég hélt alltaf áfram að leita, stundum á kolvitlausum stöðum en samt gafst ég aldrei upp. Núna líður mér eins og ég hafi unnið í Víkingalottóinu. Mitt Víkingalottó heitir Grindr,“ segir hann. Grindr er stefnumótaforrit fyrir samkynhneigða karlmenn.
Fókus óskar turtildúfunum innilega til hamingju með ástina.