Tottenham hefur náð samkomulagi við Empoli um kaup á markverðinum, Guglielmo Vicario.
Sky Sports segir frá þessu að Tottenham muni borga 17,2 milljónir punda fyrir Vicario.
Vicario er 26 ára gamall en hann hefur spilað 71 leik fyrir Empoli. Hann kom til félagsins frá Cagliari.
Tottenham hefur verið á eftir David Raya en Brentford vildi 40 milljónir punda fyrir hann.
Tottenham taldi þann verðmiða ekki eiga rétt á sér en félagið hefur leitað að arftaka fyrir Hugo Lloris sem er líklega á förum.