Jurrien Timber varnarmaður Ajax hefur samið við Arsenal um kaup og kjör og fara viðræður félaganna nú á fullt.
Manchester United reyndi að kaupa Timber fyrir ári síðan en endaði á að taka Lisandro Martinez frá Ajax.
Timber átti ekkert sérstakt tímabil með Ajax í ár en í Hollandi er rætt um að hann þurfi nýja áskorun.
Timber getur leikið sem miðvörður og hægri bakvörður en Fabrizio Romano segir félögin nú taka samtalið.
Timber er 22 ára gamall en hann hefur undanfarin fjögur ár leikið með aðalliði Ajax.
Understand Arsenal are advancing on full agreement on personal terms with Jurrien Timber. The player has accepted to join Arsenal. 🚨⚪️🔴 #AFC
Negotiations will follow between Ajax and Arsenal in the next hours and days.
New bid expected soon. pic.twitter.com/mUqF1xKvm1
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 22, 2023