Stjórn KSÍ vonast til þess að halda ársþing UEFA árið 2027 en þá mun Knattspyrnusamband Íslands fagna 80 ára afmæli sínu.
Farið var yfir málið á síðasta stjórnarfundi KSÍ en kostnaðurinn við slíkan viðburð er ekki sagður mikill.
„Stjórn KSÍ samþykkti að sækja um að halda ársþing UEFA í tengslum við 80 ára afmæli KSÍ, 26. mars 2027. Áætlaður kostnaður KSÍ að verkefninu yrði lítill en það yrði mikill heiður og viðurkenning fyrir KSÍ að fá slíkt verkefni til landsins,“ segir í fundargerð KSÍ.
Aðilar frá öllum löndum í Evrópu kæmu þá til landsins til að fara yfir málefni UEFA og hvernig málum skallað háttað í fótboltanum í Evropu.