Dean Henderson á sér enga framtíð hjá Manchester United þrátt fyrir að framtíð David de Gea sé í lausu lofti.
Manchester Evening News segir að Erik ten Hag sé pirraður á Henderson og treysti ekki á hann.
Henderson var á láni hjá Nottingham Forest á síðustu leiktíð og stóð sig vel, er félagið sagt vilja kaupa hann.
Enski markvörðurinn vildi ekki æfa undir Ten Hag til að byrja með af því að hann óttaðist að þá fengi hann ekki að fara á láni.
Ten Hag átti svo samtal við Henderson í janúar þegar Manchester United vantaði markvörð en hann neitaði að koma til baka úr láni.
Er Ten Hag sagður hafa fengið nóg af Henderson eftir það og mun sá hollenski ekki treysta á enska markvörðinn sama hvað gerist með De Gea.
Samningur De Gea er að renna út eftir nokkra daga og hefur ekki náðst samkomulag um nýjan samning.