Því er haldið fram í fjölmiðlum á Spáni að Liverpool sé búið að leggja fram tilboð í Aurélien Tchouameni miðjumann Real Madrid.
Liverpool hafði fyrir ári síðan lagt mikla vinnu í því að fá Tchouameni en hann valdi Real Madrid.
Real Madrid borgaði þá 70 milljónir punda fyrir franska leikmanninn en El Nacional segir Liverpool nú hafa boðið 55 milljónir punda.
Tchouameni átti erfitt fyrsta ár hjá Real Madrid en koma Jude Bellingham gæti minnkað spilatíma hans.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool reynir nú að styrkja miðsvæði sitt og fékk Alexis Mac Allister á dögunum en er ekki hættur.
Óvíst er hvort Real Madrid sé tilbúið að selja Tchouameni sem gæti orðið einn af betri miðjummönnum fótboltans á næstu árum.