Glöggur stuðningsmaður Liverpool tók eftir því í ferð um Anfield að ekki allir leikmenn félagsin hafa fengið nýju treyjuna á vegg sinn.
Þannig fór þessi stuðningsmaður í ferð um völlinn og fékk að skoða búningsklefa liðsins.
Þar mátti sjá sæti leikmanna en þeir leikmenn sem eru farnir eru enn með gömlu treyjuna hengda upp hjá sér. Má þar nefna Naby Keita, Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Roberto Firmino sem allir eru farnir frá félaginu.
Stjörnur liðsins Mo Salah, Cody Gakpo og Virgil van Dijk eru svo allir með nýju treyjuna svo einhverjir séu nefndir.
Stuðningsmaðurinn tók hins vegar eftir því að Thiago Alcantara, Joe Gomez og Joel Matip eru allir með gamla búning sinn hengdan upp líkt og leikmennirnir eru farnir.
Er þetta vísbending um það að Jurgen Klopp ætlar að selja þessa þrjá menn í sumar?
Interesting that Matip, Gomez and Thiago don't have the new kits up!🤨 #LFCpic.twitter.com/RfpGnkqSHF
— Anything Liverpool (@AnythingLFC_) June 21, 2023