Manchester United reynir nú að plata ítalska félagið Roma til þess að taka Donny van de Beek á láni út næstu leiktíð.
United hefur gefist upp á hollenska miðjumanninum sem hefur ekki fundið taktinn á Old Trafford.
Van de Beek meiddist illa á síðustu leiktíð og hefur ekki spilað undanfarna mánuði.
United vill losna við De Beek í sumar og reynir félagið nú að lána hann til Roma.
Jose Mourinho fyrrum stjóri Manchester United er þar við störf en hollenski miðjumaðurinn hefur upplifað þrjú erfið ár á Englandi.