Brasilíska stórstjarnan Neymar fær leyfi hjá kærustu sinni, Bruna Biancardi, til að vera með öðrum konum og stunda með þeim kynlíf. Það gilda þó ákveðnar reglur.
Það er fjallað um þetta í brasilískum miðlum.
Neymar hefur undanfarið vakið ahygli og meðal annars sést með fyrrverandi eiginkonu sinni þrátt fyrir að vera í sambandi með Biancardi.
Nú segir í brasilískum miðlum að Neymar megi sofa hjá öðrum konum svo lengi sem hann noti verjur og að hann kyssi þær ekki á munninn.
Vinir Biancardi hafa samkvæmt fréttum hvatt hana til að hætta með Neymar en hún vill ekki gera það þar sem þau eiga von á barni saman.