Það er óánægja með landsliðsþjálfarann Hansi Flick í Þýskalandi og kalla einhverjir af því að Jurgen Klopp verði fenginn til að taka við af honum.
Eftir frábært gengi með Bayern Munchen tók Flick við þýska landsliðinu en þar hefur lítið gengið upp.
Liðið féll úr leik í riðlakeppni HM 2022 og í nýafstöðnum landsleikjaglugga tókst Þjóðverjum ekki að vinna í neinum af þremur leikjum sínum.
Það er því pressa á Flick og gekk þýska blaðið BILD svo langt að krefjast þess að þýska knattspyrnusambandið reyni að ráða Klopp.
Afar ólíklegt er að það takist þar sem Klopp er samningsbundinn Liverpool til 2026. Tilraunin er samt heiðarleg.