fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fókus

Kleini stofnar fyrirtæki – Hyggst leigja út litla húsbíla

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 21. júní 2023 15:02

Kristján Einar. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson hefur stofnað einkahlutafélagið Kristján Einar ehf. en segir í samtali við DV að nafnabreyting á félaginu sé í ferli.

Kristján er skráður stofnandi félagsins og annar af tveimur stjórnarmönnum þess. Hinn er faðir hans, Sigurbjörn Kristján Einarsson.

Áður en Kristján Einar skaust fram á sjónarsviðið og sópaði til sín fylgjendum á samfélagsmiðlum var hann sjómaður.

Í skráningu félagsins kemur fram að tilgangur þess sé „útleiga innréttaðra sendla (campera), kaup og sala á skyldum vörum, rekstur fasteigna og lánastarfsemi.“

Svokallaðir camperar eru sendiferðabílar sem er búið að innrétta svo hægt sé að sofa í þeim, eins konar lítill húsbíll. Sumir þeirra eru með eldunar- og setuaðstöðu.

„Já. Við höfum stofnað félag sem stendur undir nafninu Kristján Einar ehf. En er í ferli nafnabreytinga. Þegar allt er komið á sitt ról mun koma yfirlýsing um starfsemina sem félagið hefur upp á að bjóða,“ segir Kristján Einar.

Áhrifavaldurinn hefur verið að gefa vísbendingar um að eitthvað stórt sé í vændum. Hann birti mynd á Instagram fyrir nokkrum vikum, stuttu áður en félagið var skráð, þar sem hann sagði: „Low layin. Big Plans“ eða „Tek því rólega, stórir hlutir í vændum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Arftaki De Bruyne klár?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“

Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dagur í lífi Natalíu Gunnlaugs sem einkaþjálfara í Dúbaí

Dagur í lífi Natalíu Gunnlaugs sem einkaþjálfara í Dúbaí
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun