Thomas Partey gæti verið á förum frá Arsenal í sumar eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga.
Ganverjinn olli vonbrigðum seinni hluta síðustu leiktíðar og er nú talið að Arsenal gæti losað sig við hann fyrir rétt verð.
Þó áhugi sé innan Evrópu virðist líklegast að Partey endi í Sádi-Arabíu, fari hann frá Skyttunum yfirhöfuð.
Samkvæmt Fabrizio Romano eru félög í Sádi-Arabíu til í að borga 40 milljónir evra fyrir Partey í nokkrum greiðslum.
Partey er þrítugur og á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal.
Understand Saudi clubs are prepared to pay €40m in installments to Arsenal for Thomas Partey. He’s a concrete option for Saudi — his exit is possible as revealed on Sunday. 🚨⚪️🔴🇸🇦
No decision yet on player side. He also has approaches from Europe. No new deal talks at #AFC. pic.twitter.com/lLSj3dPtyP
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023