Al Hilal í Sádi-Arabíu hefur mikinn áhuga á Alvaro Morata ef marka má nýjustu fréttir.
Framherjinn er á mála hjá Atletico Madrid en gæti verið á förum þaðan.
Samkvæmt Daily Mail eiga Al Hilal og Atletico í viðræðum um hugsanleg 20 milljóna punda skipti Morata til Sádi-Arabíu.
Fari Morata til Al Hilal myndi hann feta í fótspor stjarna sem fara nú í hrönnum í peningana í Sádi-Arabíu.
Myndi kappinn fá um 40 milljónir punda í árslaun. Það er meira en stjörnur á borð við Kevin De Bruyne og Mohamed Salah fá borgað hjá sínum félögum.
Auk Atletico hefur Morata spilað fyrir stórlið á borð við Chelsea, Juventus og Real Madrid á ferlinum.