fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

IKEA á Íslandi er ekki bara í verslun og veitingastarfsemi – „Við erum ekki að monta okkur af sjálfsögðum hlutum“

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 21. júní 2023 16:00

IKEA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttamaður DV átti nýlega leið um Kauptún í Garðabæ og rak þá augun í að starfsmenn í vinnufatnaði merktum Ikea voru að vinna við umhirðu hringtorgs á opnu svæði í götunni. Þar sem ekki var betur séð en að hringtorgið tilheyrði bæjarlandi Garðabæjar lék DV forvitni á að vita hvort að verslunarfyrirtækið Ikea, hér á landi, kæmi á einhvern hátt að umhirðu og viðhaldi bæjarlandsins í Kauptúni.

DV leitaði svara hjá bæjaryfirvöldum í Garðabæ og fyrir svörum varð Egill Daði Gíslason, deildarstjóri umhverfis og framkvæmda. Í skriflegu svari við fyrirspurn DV staðfesti Egill að Ikea hefði síðan árið 2013 verið að sinna viðhaldi á bæjarlandi Garðabæjar í Kauptúni með góðum árangri. Upphafið á þessari samvinnu mætti rekja til þess að Ikea hefði verið að sinna viðhaldi utandyra fyrir aðra lóðarhafa í Kauptúni og hafi viljað halda gæðunum í umhirðu þess hluta Kauptúns sem tilheyrir Garðabæ í samræmi við umhirðu lóða fyrirtækjanna á svæðinu.

Egill segir að Garðabær greiði Ikea fyrir viðhaldið eins og öðrum undirverktökum sem sinni viðhaldi í bæjarlandinu. Verðið sé endurskoðað árlega og taki mið af því sem aðrir undirverktakar fái greitt fyrir sömu vinnu.

Í samtali við DV segir Stefán Dagsson, forstjóri Ikea á Íslandi, að fyrirtækið sjái meðal annars um grasslátt á hringtorgum og umferðareyjum í Kauptúni og umhirðu beða sem tilheyri Garðabæ.

Stefán segir að fljótlega eftir að Ikea flutti í Kauptún, árið 2006, hafi verið tekið sú ákvörðun að bjóða öðrum fyrirtækjum í hverfinu að Ikea myndi taka að sér umhirðu lóða þeirra til viðbótar við sína eigin lóð. Segir hann að með þessu hafi Ikea viljað halda hverfinu öllu hreinu og fallegu sérstaklega eftir að fleiri fyrirtæki fóru að flytja þangað. Ikea sér meðal annars um grasslátt á lóðunum, umhirðu beða og að tína upp rusl. Á vetrum sér Ikea um snjómokstur á þessum sömu lóðum. Markmiðið var að viðskiptavinir Ikea kæmu í hreint og fallegt hverfi þegar þeir legðu leið sína í Kauptún.

Meðal annarra fyrirtækja í Kauptúni sem Ikea sér um lóðina hjá eru Toyota á Íslandi, Costco, Ilva og Hyundai á Íslandi. Stefán var ekki spurður að því en gera má ráð fyrir að fyrirtækin greiði Ikea fyrir umhirðu lóða sinna.

Bæjarlandið var ekki stór viðbót

Stefán segir að eftir að Ikea var farið að sjá um flestar einkalóðir í Kauptúni hafi staðið eftir svæði, einkum meðfram götunni sjálfri, til dæmis hringtorg, sem hafi tilheyrt Garðabæ. Það hafi í raun ekki verið mikil viðbót fyrir Ikea að taka þetta svæði líka að sér. Til að halda hverfinu sem fegurstu hafi meðal annars þótt mikilvægt að allt gras væri slegið á sama tíma svo ekki yrði misræmi í grasvexti. Þess vegna hafi verið ákveðið að leita samstarfs við yfirvöld í Garðabæ, um viðhald bæjarlandsins í Kauptúni, sem hafi tekið vel í það.

Þessi tilhögun hafi hentað bæði Ikea og Garðabæ vel

Fastráðnir starfsmenn eignaumsjónar Ikea sjá um lóðaumhirðuna en á sumrin eru ráðnir til viðbótar um það bil 10 starfsmenn, einkum á unglingsaldri, sem sjá til dæmis um grasslátt og að tína arfa úr beðum.

Stefán segir Ikea leggja mikinn metnað í þennan hluta starfsemi sinnar og almenn ánægja hafi ríkt hjá Garðabæ og nágrönnum fyrirtækisins með árangurinn. Hann bætir því við fyrirtækið efni til plokkdags á hverju vori og þá tíni starfsfólk og gestir rusl á víðavangi og þá ekki eingöngu í Kauptúni heldur á stærra svæði þar í kring.

Þar sem ekki hefur mikið farið fyrir því að Ikea hafi tekið sér umhirðu alls Kauptúns lék DV forvitni á að vita hvort það hafi ekki komið til greina að nota þá staðreynd í t.d. kynningarskyni. Stefán segir fyrirtækið ekki vilja stæra sig af því þegar það geri eitthvað gott: „Við erum ekki að monta okkur af sjálfsögðum hlutum.“ 

Stefán segir að Ikea telji það sjálfsagt að ganga vel um nærumhverfi sitt. Fyrirtækið vilji fyrst og fremst tryggja viðskiptavinum sínum hreint umhverfi sem veiti þeim öryggiskennd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?