Chelsea hefur hafnað öðru tilboði Manchester United í Mason Mount.
United bauð á dögunum 40 milljónir punda í Mount, sem verður samningslaus hjá Chelsea næsta sumar.
Því tilboði var hafnað.
Í dag bauð United svo 45 milljónir punda með möguleika á 5 milljónum punda til viðbótar.
Chelsea svaraði tilboðinu og vill 60 milljónir punda með möguleika á 5 milljónum til viðbótar.
Það er því útlit fyrir að viðræður þokist í rétta átt, en líklegt þykir að Mount endi hjá United.
Mount er enskur landsliðsmaður sem er uppalinn hjá Chelsea.