fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Bók um mörgæsir bönnuð

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 21. júní 2023 17:00

Keisaramörgæsir. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex grunnskólanemar, foreldrar þeirra og tveir rithöfundar hafa lögsótt skólayfirvöld í umdæmi í miðhluta Flórída-ríkis í Bandaríkjunum. Lögsóknin er lögð fram vegna þess að barnabók um karlkyns mörgæsir, sem ala saman upp afkvæmi, hefur verið bönnuð.

Í frétt New York Daily News segir að skólayfirvöldin, sem eru í Lake-sýslu í nágrenni Orlando, hafi ákveðið að banna bókina, sem ber titilinn A Tango Makes Three, fyrir nemendur á öllum stigum grunnskóla allt upp í þriðja bekk. Börn í þriðja bekk í Bandaríkjunum eru á sama aldri og börn í þriðja bekk á Íslandi.

Bókin er byggð á sannri sögu og segir frá tveimur karlkyns mörgæsum í dýragarðinum í Central Park í New York borg sem taka að sér munaðarlausa ungann Tango.

Var bannið sagt byggt á grunni laga sem sett voru í Flórída ríki á síðasta ári og banna kennslu á efni sem varðar kynhneigð eða kynvitund fyrir nemendur í grunnskólum ríkisins en bannið gilti fyrir nemendur upp í þriðja bekk.

Í síðastliðnum mánuði kom ríkisstjórinn Ron DeSantis því í gegn að bannið gildir fyrir nemendur upp í áttunda bekk, sem eru 13-14 ára gamlir.

Auk þess var því bætt við lög að öll kennsla sem varðar æxlun- og æxlunarfæri, fyrir nemendur í skólum ríkisins allt að 18 ára aldri, skuli byggja á námsefni sem sé við hæfi fyrir það aldursskeið sem nemendur eru á.

Byggir lögsóknin meðal annars á þeim grunni að bannið gangi gegn ákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi bæði hvað varðar nemendur og höfunda bókarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann