Harry Kane vonast til að Tottenham lækki verðmiðann á sér svo hann geti fengið til liðs við Manchester United. Daily Mail segir frá þessu.
Enski framherjinn á aðeins ár eftir af samningi sínum við Tottenham og virðist ekki ætla að framlengja hann.
Þrátt fyrir það vill Tottenham 100 milljónir punda fyrir Kane, sem verður þrítugur í næsta mánuði.
United ætlar ekki að ganga að þeim verðmiða og hefur snúið sér að öðrum skotmörkum í bili.
Kane bindur hins vegar enn vonir við að Tottenham lækki verðmiðann. Talið er líklegt að United sé til í að greiða nær 80 milljónum punda fyrir kappann.
Það er hins vegar ólíklegt að Daniel Levy stjórnarformaður lækki verðmiðann og því útlit fyrir að Kane fari frekar frítt næsta sumar.