Rúnar Alex Rúnarsson heillaði marga í landsleik Íslands gegn Portúgal í gær.
Eins og allir vita vann Portúgal leikinn 0-1 en Cristiano Ronaldo gerði sigurmark leiksins í blálokin. Afar súrt.
Rúnar þurfti að taka á honum stóra sínum nokkrum sinnum í leiknum og stóðst prófið vel.
Twitter-aðgangurinn Arsenal Loan Watch fylgist vel með gangi mála hjá leikmönnum Arsenal sem spila annars staðar á láni og birti tölfræði Rúnars í gær.
Rúnar var á láni hjá Alanyaspor í Tyrklandi á nýafstaðinni leiktíð.
Hér að neðan má sjá tölfræðina.
Rúnar Alex Rúnarsson's game in numbers 🔢:
🧤 2 diving saves
📈 0.33 less goals conceded than average goalkeeper
➡️ 63% pass accuracy (22/35)
🤾♂️ 4 throws
🔄 9 recoveries
🦶 44 touches𝐖𝐇𝐀𝐓 𝐀 𝐏𝐄𝐑𝐅𝐎𝐑𝐌𝐀𝐍𝐂𝐄 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/lnqHIWLB2F
— Arsenal Loan Watch (@arsenal_loans) June 20, 2023