fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Sjáðu góðhjartaðan Ronaldo á Laugardalsvelli í gær – Íslensk börn gleymdu sér en þá gerði Ronaldo þetta

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. júní 2023 07:00

Vanda Sigurgeirsdóttir heiðraði Ronaldo fyrir 200. landsleik sinn á Laugardalsvelli í sumar. Mynd/ Kristinn Svanur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo kom sá og sigraði þegar Portúgal vann Ísland í Laugardalnum í gær. Ronaldo skoraði sigurmarkið undir lok leiksins í sínum 200 landsleik.

Gríðarleg eftivænting var fyrir komu hins 38 ára gamla Ronaldo til landsins í þessum sögulega leik.

Ronaldo leiddi íslensk börn inn á völlinn fyrir leikinn en íslensku krakkarnir gleymdu sér og urðu eftir þegar liðin fóru að labba af stað á völlinn.

Ronaldo sem er einn frægasti maður í heimi beið þá hinn rólegasti eftir börnunum sem komu að lokum til hans og leiddu hann út á völlinn.

Ronaldo var fyrirliði Portúgals en eins og sjá má á myndunum hér að neðan var Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands langt á undan honum út á völlinn, þar sem Ronaldo beið eftir að íslensku börnin kæmust með í gönguferðina út á völl.

Ronaldo er einn ótrúlegasti íþróttamaður allra tíma en hann leikur í dag með Al-Nassr í Sádí Arabíu og er tekjuhæsti íþróttamaður í heimi.

 

Sjá einnig:

Myndasyrpa frá Laugardalsvelli – Ronaldo hetjan í svekkjandi tapi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir það erfitt fyrir hann að vera bróður stórstjörnu

Segir það erfitt fyrir hann að vera bróður stórstjörnu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“
433Sport
Í gær

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli
433Sport
Í gær

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild
433Sport
Í gær

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Í gær

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu