fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Arnór Ingvi: ,,Þurfum að fara að vinna fótboltaleiki til að eiga séns á einhverju“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tapaði á grátlegan hátt gegn Portúgal í kvöld í undankeppni EM.

Leikið var á Laugardalsvelli en Ísland var að tapa sínum öðrum leik á stuttum tíma eftir tap gegn Slóvakíu um helgina.

Eitt mark var skorað í leik kvöldsins en það gerði enginn annar en Cristiano Ronaldo fyrir Portúgal.

Markið var skorað í uppbótartíma og var um afskaplega grátlegt tap að ræða. Ísland kláraði leikinn einnig manni færri eftir rauða spjald Willums Þórs Willumssonar er níu mínútur voru eftir.

Arnór Ingvi Traustason ræddi við blaðamenn eftir tapið í kvöld.

,,Þetta er mjög svekkjandi og heppnin var ekki með okkur í þessu verkefni. Góðar frammistöður hjá liðinu í þessum báðum leikjum og það er stígandi í þessu,“ sagði Arnór.

,,Mér leið mjög vel inni á vellinum og fékk mikla hjálp frá liðinu og það var góð holning á liðinu sem gerði mér auðvelt fyrir.“

,,Við fáum núll stig úr þessu verkefni og við erum að gera þetta okkur erfiðara fyrir en við þurfum að fara vinna fótboltaleiki til að eiga séns á einhverju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“
433Sport
Í gær

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag
433Sport
Í gær

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“