fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Guðlaugur Victor þakklátur þjóðinni fyrir stuðninginn eftir að fósturfaðir hans lést – „Framundan er erfiður tími“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 21:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Guðlaugur Victor Pálsson leikmaður Íslands er þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur upplifað í gegnum erfiða daga.

Fósturfaðir Guðlaugs lést fyrir helgi en í kjölfarið lék Guðlaugur tvo landsleiki með Íslands, gegn Slóvakíu á laugardag og gegn Portúgal í kvöld.

Þessi ótrúlegi drengur lék frábærlega í báðum leikjum en viðurkennir að það hafi verið erfitt að fara í gegnum þetta og að næstu dagar verði mjög erfiðir.

„Maður hefur reynt að vera best með þeim sem standa manni næst og passa upp á sjálfan mig,“ segir Guðlaugur Victor en móðir hans lést árið 2020.

Sjá einnig: Guðlaugur Victor kveður móður sína með hjartnæmu bréfi:„Ég fyrirgef þér allt og ég vona að þú fyrirgefir mér“

Hann segist hafa sveiflast upp og niður síðustu daga en þakkar góðan stuðning á erfiðum tímum.

„Það hafa verið sveiflur hjá mér, ég hef reynt að einbeita mér að fótboltanum og svo eru fullt af öðrum hlutum sem eru í kring. Fram undan er erfiður tími.“

„Ég er búinn að fá virkilega góðan stuðning frá liðinu, vinum og fjölskyldu og þjóðinni. Ég er rosalega þakklátur fyrir það,“ segir Guðlaugur.

Viðtalið við Guðlaug er í heild hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“
433Sport
Í gær

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag
433Sport
Í gær

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
Hide picture