fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Myrti þriggja barna móður með köldu blóði – Flúði réttvísina í fjóra áratugi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. júní 2023 20:00

Wood og Santini árið 1984

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flórídamaðurinn Donald Santini, var handtekinn miðvikudaginn 7. júní í San Diego sýslu í Kaliforníu fyrir morðið á Cynthiu Ruth Wood, 33 ára gamalli, þriggja barna móður. Santini er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu. Ábending kom lögreglu á spor hans, en það merkilega er að Santini hefur verið á flótta í 40 ár eftir ódæðið. 

Að sögn lögreglustjórans í Hillsborough sást fórnarlambið, Cynthia Ruth Wood, síðast 4. júní 1984, þegar hún yfirgaf heimili sitt í Bradenton í Flórida ásamt Santini. Samkvæmt Tampa Bay Times hafði Santini sagt Wood að hann hefði upplýsingar sem gætu hjálpað henni að vinna umdeilda forræðisbaráttu gegn ofbeldisfullum eiginmanni hennar.

Wood var þó ekki kunnugt um að Santini hafði verið dæmdur fyrir nauðgun og var jafnframt á flótta undan gróft rán sem hann framdi ári fyrr í Texas. Fimm dögum síðar fann lögreglan lík Wood í frárennslisskurði í Riverview, Flórída. Krufning leiddi í ljós að dánarorsök hennar var kyrking. Fingraför á líki Wood samsvöruðu Santini og var gefin út handtökuskipun á hendur honum. Lögreglan hafði hins vegar ekki hendur í hári hans því Santini var þegar flúinn á brott. 

Í áratugi gaf sýslumaður Hillsborough-sýslu út yfirlýsingar þar sem greint var frá mörgum samheitum Santini, þar á meðal „Charles Michael Stevens,“ „Donald Chapman“ og „John Trimbleon“. Lögreglan taldi upphaflega að Santini hefði líklega flúið til Texas undir einu af þessum nöfnum. Hann fannst þó loksins í Kaliforníu eins og áður segir og var handtekinn.

Santini var handtekinn 7. júní síðastliðinn

Lögregla verst frekari fregna af handtökunni, en hefur gefið það út að ábending til lögreglu hafi leitt til upplýsinga um dvalarstað Santini og handtöku hans.

„Okkur er kunnugt um handtöku Santini og höfum sent rannsóknarlögreglumenn til að yfirheyra hann þar til framsal er samþykkt. Handtakan gerir okkur kleift að endurskoða þau sönnunargögn sem aflað varr árið 1984 að nýju með tækni nútímans, þar sem málið hefur verið opnað aftur. Á meðan það ferli er í gangi viljum við vernda rannsóknina og getum ekki gefið út frekari upplýsingar,“ sagði í yfirlýsingu lögreglunnar í Hillsborough.

Santini er í gæsluvarðhaldi og verður tryggingargjald gegn því að hann losni úr varðhaldi ekki samþykkt. Framsal hans var samþykkt af dómara á föstudag og hafa lögregluyfirvöld í Flórida 30 daga til að sækja hann og flytja til Flórída, þar sem hann mun verða ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“